Árið 1951 flutti Hulda Eggertsdóttir sextán ára gömul með manni sínum Þorkeli Sigmundssyni í Hornvík á Ströndum. Árið 1947 höfðu síðustu ábúendurnir yfirgefið hreppinn og því voru þau ein um búskap þegar þau bar að garði. Næsta byggða ból var Hornbjargsviti við Látravík. Aðdragandinn var sá að Hulda hafði farið sem ráðskona með svokölluðum eggjaköllum…