Þorsteinn Ingimarsson var nokkrum sekúndum frá því að deyja þegar skip sökk: „Steini, komdu núna!“
Þorsteinn Ingimarsson kemur fram í tveimur af jólabókum ársins en hann var hársbreidd frá því að tína lífinu þegar [skip] sökk á leið sinni til hafnar í Vestmannaeyjum árið 2002, en tveir af fjögurra manna áhöfn létust í slysinu. Atburðirnir gerðust í níu stiga frosti og brælu í febrúar en þegar skipið hóf að síða…
Deila
Aríel Pétursson – Seinni hluti: Undirbjó sig fyrir inntökupróf í danska sjóherinn með því að lesa Andrés Önd á Dönsku
Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, flutti til Danmerkur þegar kona hans vildi fara þangað til náms og þar ákvað hann að skrá sig í danska sjóherinn. Á þeim tíma var hann til sjós á Vigra en til að undirbúa sig undir inntökuprófið gerði hann eins og margir Íslendingar gerðu forðum og las Andrés Önd á dönsku…
Deila
Meiddist á hönd en mamma ákveðin: „Sonur minn er fiðluleikari á sjó. Sendið þyrlu og það strax!“
Aríel Pétursson var til sjós á Sturlaugi H. Böðvarssyni vestur á Hala þegar hann datt og flækti höndina í vélbúnaði með þeim afleiðingum að slaðsaðist illa á fingrum annarar handar. Enginn óskar sér þess að slasast með þessum hætti en kannski síst Aríel því hann er fiðluleikari. Hann var snar til og rauk upp í…
Deila
Skipstjórinn Axel Jónsson: þýskur greifi bað hann að gifta sig á báti í Berlín
Stórkapteinninn, Hornfirðingurinn, heimshornaflakkarinn og fyrrum útgerðarmaðurinn Axel Jónsson er gestur Sjóarans að þessu sinni. Axel hefur á löngum ferli komið víða við, bæði sem skipstjóri og útgerðarmaður, en auk þess að eiga farsælan feril til sjós hér á landi hefur hann líka sótt sjóinn frá Króatíu og Suður-Ameríku. Í dag beinir hann spjótum sínum að…
Deila
Rut Sigurðardóttir: Söng Paul Simon í sífellu í útstíminu til að takast á við óttann
Verðlaunaljósmyndarinn, kvikmyndaframleiðandinn og tölvunarfræðingurinn sem ákvað að gerast trillukall, Rut Sigurðardóttir, er gestur Sjóarans að þessu sinni. Hún framleiddi nýlega myndina Skuld með manninum sínum, Kristjáni Torfa Einarssyni sem var einmitt gestur þáttarins fyrir skemmstu, en myndin fjallar um þá vegferð þeirra að hella sér út í smábátaútgerð á bátnum Skuld. Nokkru síðar bættu þau…
Deila
Illugi Jens ósáttur við ráðgjöfina: „Að bæta við einu prósenti er alveg galið“
Sjóarinn lagði land undir fót og hitti skipstjórann, útgerðarmanninn og rafvirkjann Iluga Jens Jónasson á heimili hans á Grundarfirði. Spurður út í ráðgjöfina kallar hann þá einnar prósentu aukningu á aflaheimildum galna og segist telja að fimm prósent aukning hefði ekki verið óeðlileg núna í ár. Hann segir frá því að undanfarin ár hafi þeir…
Deila
Ólafur Haukur Símonarson: „Það mátti lítið hreyfa vind áður en ég byrjaði að kúgast“
Fyrrum sjóarinn, tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn og leikskáldið Ólafur Haukur Símonarson er gestur Sjóarans að þessu sinni. Ólafur Haukur var til sjós með föður sínum, Símoni Guðjónssyni, til sjós á unglingsárum en líkt og pabi hans var hann alltaf sjóveikur. „Pabbi var alltaf sjóveikur en var samt í fimmtíu ár til sjós. Afi minn var sömuleiðis í…
Deila
Óttar Sveinsson lenti í strandi á Urriðafossi í ofsaveðri: „Við þurfum ekki að binda núna“
Gestur Sjóarans að þessu sinni er Óttar Sveinsson sem er hvað þekktastur fyrir að skrifa metsölubækurnar Útkall. Hann var sjálfur til sjós um tíma og starfaði lengi sem blaðamaður DV áður en hann sneri sér alfarið að bókaskrifum og útgáfu. Hann segir frá því að í nóvember, 1985, hafi hann verið um borð í Urriðafossi…
Deila
Guðbjartur Ásgeirsson um svikin loforð Samherja: ,,Ég get nú sagt einhver ýmis orð um þessa Samherja pilta en ég læt það vera því þeir skrifa sína sögu sjálfir“
Gestur Sjóarans að þessu sinni er Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri, gjarnan kenndur við Gugguna og allir Vestfirðingar og allir landsmenn þekkja það skip og skipstjórana; hann og Ásgeir föður hans. Í viðtalinu fer hann yfir ferilinn og opnar sig meðal annars um það er Guggan var seld, sem var reiðarslag fyrir Vestfirðinga.
Deila
Sjóarinn – Vilbergur Magni: Vaknaði þegar varðskipið klessti á skip Greenpeace (fyrri hluti)
Vilbergur Magni Óskarsson var áður skólastjóri Skipstjórnarskóla Tækniskólans, sem áður nefndist Stýrimannaskólinn, en starfar í dag þar sem kennari. Hann starfaði áður á fiskiskipum, varðskipunum og sem sigmaður í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vilbergur ólst upp á Eyrarbakka þar sem neistinn til að fara til sjós og gerast stýrimaður kviknaði. Í þessum fyrri hluta viðtalsins segir Vilbergur…
Deila