Birgir Sævarsson, kennari og tónlistarmaður, hefur undanfarin þrjú ár verið í nauðvörn vegna ásakana um að hafa brotið gegn þremur konum. Honum var sagt upp störfum í Foldaskóla í framhaldi af ásökunum og fékk ekki lengur vinnu sem tónlistarmaður. Honum var slaufað. Í haust var hann sýknaður fyrir Landsrétti. Áður hafði tveimur málum verið vísað frá. Birgir segir sögu sína í fyrsta sinn í viðtali við Reyni Traustason í hlaðvarpi Mannlífs. Hann reyndi í tvígang að taka líf sitt.