Gestur Sjóarans að þessu sinni er Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri, gjarnan kenndur við Gugguna og allir Vestfirðingar og allir landsmenn þekkja það skip og skipstjórana; hann og Ásgeir föður hans. Í viðtalinu fer hann yfir ferilinn og opnar sig meðal annars um það er Guggan var seld, sem var reiðarslag fyrir Vestfirðinga.