Ingvar Friðbjörn: „Páfagaukurinn hélt sig vera múkka og settist á sjóinn – hann drapst“
Sjóarinn lagði land undir fót og hitti fyrir Ingvar Friðbjörn Sveinsson á verkstæði sínu í Hnífsdal. Eftir að hann hætti til sjós hófst hann handa við að smíða þar ótrúlega nákvæm líkön af síðutogurum. Hann veitir okkur innsýn í ferlið og sýnir okkur tvö af þeim skipum sem hann er með á borðinu hjá sér.…
Þorgils var hótað lífláti í Rússlandi: „Þá var mafían komin á eftir mér“
Sjóarinn brá sér vestur á firði og hitti þar útgerðarmanninn, fiskverkandann og sjómanninn Þorgils Þorgilsson á Flateyri sem gerði hlé á flökun til að veita viðtal. Þorgils var kominn á sjóinn ungur. 14 ára mun hafa verið til vandræða í gagnfræðaskólanum á Ísafirði þannig að skólastjórinn útvegaði honum vinnu í frystihúsinu í Hnífsdal og þaðan…
Halldór Nellett var á Baldri í Þorskastríðunum: Skárum upp freigáturnar eins og niðursuðudósir
Halldór Benóný Nellett var háseti um borð í Baldri, skipi Landhelgisgæslunnar, í þorskastríðunum. Hann hafði það hlutverk þar að vera annar tveggja sem stýrðu skipinu en það gekk mikið á þegar verið var að klippa trollin aftan úr skipum og eins þegar kom til árekstra við freigátur englendinga. Hann lýsir því að Höskuldur Skarphéðinsson heitinn,…
Kristján Loftsson: „Þetta eru stalínistar. Ef menn vilja svona stjórnarhætti þá kjósiði VG.“
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, er gestur Reynis Traustasonar í persónulegu viðtali í þættinum Sjóarinn. Sem ungur maður var hann til sjós í fimm ár, fyrst árið 1956 sem hjálparkokkur á Hval 1 undir skipsstjórn Friðberts Elís Gíslasonar frá Súgandafirði og svo aftur þremur árum seinna sem í háseti í fjögur sumur. Hvalur var stofnaður 1947…
Viggó öskraði á bátsmanninn að stökkva í sjóinn þegar Eggjagrímur var að sökkva: „Út í sjó!“
Sigmaður Landhelgisgæslunnar, Viggó Sigurðsson, hefur komið að mörgum stórum björgunaraðgerðum á löngum ferli þrátt fyrir nokkuð ungan aldur en segir að ein sú minnisstæðasta björgun sem hann hefur komið að hafi verið þegar Eggjagrímur, lítill skemmtibátur, sökk í Faxaflóa. Tilkynnt var um að leki hefði komið að bátnum og þegar komið var á vettvang seig…
Guðmundur S. – 3. þáttur: Komst að andláti dóttur sinnar á Facebook
Sjóarinn heimsótti Guðmund Sigurð Guðmundsson á heimili hans í Malmö í Svíþjóð en hann þurfti að ganga í gegnum þá skelfilegu raun að missa eiginkonu sína og dóttur sama daginn í október árið 2023. Guðmundur missti konu sína seint um nótt þann 20. október. Hún hafði verið veik af krabbameini lengi á undan og kvartaði…
Guðmundur S. – 2. þáttur: Barðist við bakkus en var einn þeirra fyrstu til að fara í meðferð
Guðmundur Sigurður Guðmundsson þurfti að ganga í gegnum þá skelfilegu raun að missa eiginkonu sína og dóttur sama daginn í október árið 2023. Guðmundur fjallar um missinn í þriðja og síðasta þætti viðtalsins en Sjóarinn heimsótti Guðmund á heimili hans í Malmö í Svíþjóð. Guðmundur hefur þurft að berjast við Bakkus í gegnum tíðina en…
Guðmundur S: „Ég slæst við ykkur eftir ballið!“
Guðmundur Sigurður Guðmundsson þurfti að ganga í gegnum þá skelfilegu raun að missa eiginkonu sína og dóttur sama daginn í október árið 2023. Guðmundur fjallar um missinn í þriðja og síðasta þætti viðtalsins en Sjóarinn heimsótti Guðmund á heimili hans í Malmö í Svíþjóð. Guðmundur, sem er Ísfirðingur, hóf ferill sinn til sjós á skaki…
Varð undir pappírsrúllu og dó í höndum Brynjólfs
Að þessu sinni lagði Sjóarinn leið sína til Malmö í Svíþjóð og hitti þar fyrir skipstjórann og heimshornaflakkarann Brynjólf Sigurðsson. Brynjólfur, eða Binni, fæddist á Ísafirði en ólst upp í Grindavík. Ferill Binna hefur gengið stórslysalaust fyrir sig að mestu en undantekningin varð þegar hann sigldi á fraktskipi fyrir sænskt félag þar sem verið var…
Jóhanna Sigurðardóttir sagði að LÍÚ vildi Jón Bjarnason alls ekki sem Sjávarútvegsráðherra
Gestur Sjóarans er fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, sem stóð meðal annars fyrir því að strandveiðikerfið var sett á laggirnar. Hann ætlaði sér þó aldrei að verða Sjávarútvegsráðherra þó svo að hann hafi verið einn af þeim sem mótuðu stefnu Vinstri Grænna í sjávarútvegsmálum á þeim tíma þar sem það hafði verið rætt áður en til…