Útgerð foreldra Steinunnar lauk þegar snjóflóð féll á höfnina: „Ég er stoltur Flateyringur“
Steinunn Einarsdóttir er nýjasti gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn. Steinunn var sjómaður um árabil á báti foreldra sinna. Áralöng útgerðarsaga foreldra Steinunnar, Guðrúnar Pálsdóttir og Einars Guðbjartssonar, endaði snögglega er snjóflóð féll á smábátahöfnina á Flateyri árið 2020. Aðeins stóð einn bátur eftir af flota Flateyringa.
Ævintýralegur ferill Fiskikóngsins: „Ég tók að mér að skúra allt fangelsið“
Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður og eigandi Heitra potta, hefur verið þekktasti fisksali á Íslandi um árabil en hann hefur selt Íslendingum fisk í yfir þrjátíu ár. Frumlegar auglýsingar hans hafa gjarna vakið athygli og þá hefur hann oftar en ekki ratað í fjölmiðla vegna hinna ýmissa mála. Kristján…
Benóný Ásgrímsson þyrflugmaður: „Nauðsynlegt að vera hræddur í svona starfi“
Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrlu flug maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eign aðist á ung lings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið…
Hetjudáð í Skötufirði
Eiríkur Ingi Jóhannsson var á meðal þeirra sem komu að hörmulegu slysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. janúar 2021 þar sem bifreið með fjölskyldu frá Flateyri hafði oltið og lent úti í sjó. Eiríkur Ingi vakti þjóðarathygli þegar hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst. Hann brást skjótt við og synti að…
Eiríkur Ingi synti sér til lífs í stórsjó: „Ég sá hann aldrei aftur eftir þetta“
Eiríkur Ingi Jóhannsson, fyrrverandi sjómaður og núverandi forsetaframbjóðandi, á að baki sára lífsreynslu og sannkallaða kraftaverkasögu. Hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst í aftakaveðri á milli Íslands og Noregs. Þá skyldi hársbreidd á milli lífs og dauða. Þrír félagar hans fórust. Seinna var hann í einu aðalhlutverka þar sem dauðaslys varð og…
Ívar Þórarinsson slapp frá skipsskaða: Keypti trillu fyrir fermingarpeningana sína
Ívar Þórarinsson keypti trillu fyrir fermingarpeningana sína. 16 ára var hann orðinn háseti á síldarbáti. Hann lenti snemma í mannraunum á sjó. Ívar var skipverji á Snæfugli SU 20 þegar báturinn fórst 30 júlí 1963 út af Austfjörðum.Hann segir sögu sína í Sjóaranum. Í dagblaðinu Tímanum var eftirfarandi frásögn af atvikinu. Vélbáturinn Snæfugl, SU 20,…
Sigurður Ólafsson vélstjóri í vanda með vélarvana skip: Bjargaði aðalvélinni með Uhu-lími
Sigurður Ólafsson var aðeine 11 ára þegar hann fór á sjó heilt sumar með föður sínum, vélstjóranum. Þar með var teningunum kastað og hann fetaði í fótspor föður síns. Hann var bæði á fraktskipum og varðskipum, meðal annars í þorskastríðinu þegar siglt var á skip hans og bakborðsvélin drap á sér. „Það var alltaf verið…
Vigfús og harmleikurinn á Eyrarbakka – Missti tvo bræður en bjargaðist
Vigfús Markússon skipstjóri hefur gengið í gegnum raunir sem lifa með honum ævilangt. Árið 1983 fórst Bakkavík ÁR í innsiglingunni að Eyrarbakka. Þrír bræður voru um borð. Vigfús komst einn af. Hann hélt samt áfram á sjónum og á að baki 50 ár, sem skipstjóri lengst af. Ein af hans uppáhaldsslóðum er Brjálaði hryggurinn. Vigfús…
Saga Sigga Þórðar – Stýrimaðurinn sem sló heimsmet í sölu á Ginseng
Sigurður Þórðarson, fyrrverandi stýrimaður, hætti tilneyddur á varðskipunum eftir að hafa neitað að fara í jólatúr. Til að bjarga fjárhag fjölskyldunnar seldi hann kraftaverkaefnið Ginseng frá Kóreu sem hann hafði keypt erlendis. Salan á rauðu eðal ginseng, gekk glimrandi og hann sló heimsmet og hætti alveg á sjónum. Sigurður tók þátt í Landhelgisstríðinu. Hann segir…
Óli popp: „Það er listi um óæskilega menn um borð í skipin, og því miður þá ert þú á þessum lista“
Sjóarinn brá sér vestur á Flateyri og hitti þar fyrir Ólaf Ragnarsson, sem alla jafna er kallaður Óli popp, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa samið dægurlagaperluna Hafið eða Fjöllin. Óli fæddist í Stykkishólmi en sem ungur maður ákvað hann að fara út á land að vinna og endaði á Flateyri. Við komuna…